Með einsdagslinsum sleppur þú við að hreinsa linsurnar þar sem að þú skiptir um linsu á hverjum degi. Góður kostur fyrir þá sem að skipta á milli gleraugna og linsa. Ef að þú vinnur innan um ryk og óhreinindi eru daglinsur mjög góður kostur
Með mánaðarlinsum notar þú sömu linsuna í allt að 30 daga. Hægt er að fá mánaðarlinsur sem eingöngu eru ætlaðar til að nota yfir daginn og taka úr augunum á kvöldin og geymast í hreinsivökva yfir nóttina, sem og mánaðarlinsur sem má hafa í augunum í 30 daga.
Sú tækniþróun sem að orðið hefur við framleiðslu á linsum hefur gert það að verkum að hægt er að setja fleiri en einn styrk í sömu linsuna.
Fást bæði sem einsdags og mánaðarlinsur, einnig fáanlegar nú sem sólarhringslinsur.
Leiðrétta sjónskekkju upp í hærri styrk en þig grunar, Hafðu samband og fáðu að heyra um þína möguleika
1 hr
9.800 íslenskar krónur